• 1 pakki soja pylsur
  • Deig
  • 3 dl hveiti
  • 125 g smjör
  • 1 msk vatn
  • Fylling
  • 3 stk egg
  • 3 dl rjómi
  • 150g rifin ostur
  • Salt og pipar
  • Ca.20 skrautpinnar

Aðferð

Skerið smjörið í litla bita og blandið saman við hveitið. Blandið vatni saman við og hnoðið í slétt deig látið hvíla í ca.30 mín.

Fletjið deigið út  í ca.24cm hring og leggið í eldfast form og bakið í ca.10-15 mín við 225 gráður. Takið formið út og lækkið hitan í 200 gráður. Pískið eggin saman ásamt rjómanum og kryddið með salti og pipar, blandið loks ostinum saman við. Hellið blöndunni í formið og bakið áfram í ca.25 mín og kælið.

 

Skerið sojapylsur í hæfilega bita og steikið á meðal hita á ca.5 mín.

Skerið bökuna í hæfilega bita og búið til skrautpinna með pylsu og böku.